Í dag er síðasti dagur opinna daga í FAS og af því tilefni efndu nemendur og kennarar til kaffisamsætis á Nýtorgi. Þar var margt girnilegt í boði; ávextir, kökur og kruðirí. Allt rann þetta ljúflega niður.
Eftir hádegi í dag munu hóparnir kynna afrakstur vinnu sinnar og það sem eftir lifir dags verður lokið við það sem eftir er að vinna og haldið áfram að undirbúa árshátíðina sem verður annað kvöld.
Kennsla hefst svo aftur í fyrramálið samkvæmt stundaskrá.