Kaffiboð á opnum dögum

01.mar.2023

Í dag er síðasti dagur opinna daga í FAS og af því tilefni efndu nemendur og kennarar til kaffisamsætis á Nýtorgi. Þar var margt girnilegt í boði; ávextir, kökur og kruðirí. Allt rann þetta ljúflega niður.

Eftir hádegi í dag munu hóparnir kynna afrakstur vinnu sinnar og það sem eftir lifir dags verður lokið við það sem eftir er að vinna og haldið áfram að undirbúa árshátíðina sem verður annað kvöld.

Kennsla hefst svo aftur í fyrramálið samkvæmt stundaskrá.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...