Opnir dagar í FAS

28.feb.2023

Núna standa yfir opnir dagar í FAS. Þá leggja nemendur hefðbundin verkefni til hliðar og fást við ýmislegt annað. Nemendur gátu valið sér hóp eftir áhuga og hafa því mikið um það að segja hvað er gert á opnum dögum.

Við erum með útvarpshóp sem ætlar að vera með tvær útsendingar á youtube rás skólans í dag. Fyrri þátturinn fer í loftið klukkan 13:30 og ber hann heitið Pedro. Seinni þátturinn er gerður af Rúntklúbbnum og heitir Rúntkastið og útsending hefst klukkan 14:15.

Þá er starfandi blaðahópur og það er aldrei að vita nema að við sjáum eitthvað frá þeim hópi i Eystrahorni í næstu viku. Þriðji hópurinn er að skoða skólaumhverfið og veltir fyrir sér hvernig megi bæta það. Síðast en ekki síst er árshátíðarhópur starfandi en eins og nafnið ber með sér er hann að skipuleggja árshátíð skólans sem verður fimmtudaginn 2. mars.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...