Opnir dagar á næsta leiti

23.feb.2023

Í næstu viku verða opnir dagar hjá okkur í FAS. En þá eru bækurnar lagðar til hliðar í þrjá daga og nemendur fást við önnur verkefni. Opnum dögum lýkur svo með árshátíð sem verður fimmtudaginn 2. mars.

Nemendur í sviðslistum hafa síðustu daga búið til dans fyrir árshátíðina og í dag var komið að því að kenna öðrum að stíga dansinn. Þeir sem ekki komust geta horft á dansinn á þessu myndbroti og allir eru hvattir til þess að tileinka sér sporin svo hægt sé að dansa með á árshátiðinni.

Þá var kynning á þeim hópum sem munu verða starfandi á opnum dögum og nemendur gátu skráð sig í hóp eftir áhuga. Þeir sem eiga eftir að skrá sig í hóp er bent á að hafa samband við Herdísi. Ef nemandi er ekki búinn að skrá sig í hóp á morgun, föstudag mun hann verða skráður í hóp.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...