Í næstu viku verða opnir dagar hjá okkur í FAS. En þá eru bækurnar lagðar til hliðar í þrjá daga og nemendur fást við önnur verkefni. Opnum dögum lýkur svo með árshátíð sem verður fimmtudaginn 2. mars.
Nemendur í sviðslistum hafa síðustu daga búið til dans fyrir árshátíðina og í dag var komið að því að kenna öðrum að stíga dansinn. Þeir sem ekki komust geta horft á dansinn á þessu myndbroti og allir eru hvattir til þess að tileinka sér sporin svo hægt sé að dansa með á árshátiðinni.
Þá var kynning á þeim hópum sem munu verða starfandi á opnum dögum og nemendur gátu skráð sig í hóp eftir áhuga. Þeir sem eiga eftir að skrá sig í hóp er bent á að hafa samband við Herdísi. Ef nemandi er ekki búinn að skrá sig í hóp á morgun, föstudag mun hann verða skráður í hóp.