Það er við hæfi á öskudegi að bregða aðeins út af vananum. Margir mættu í dag í grímubúningi í FAS. Þannig má sjá t.d. Klóa, vitring, fótboltavöll og íþróttafrík á göngum skólans í dag svo eitthvað sé nefnt.
Í seinni vinnustund dagsins var komið að spilauppbroti. Nemendur voru hvattir til að mæta með spil og eiga stund saman með sprelli og leik. Eftir hádegið má búast við mörgum gestum í Nýheima af tilefni öskudagsins sem ætla að gleðja með söng og fá smáræði í staðinn. Við hvetjum okkar fólk til að hefja upp raust sína og taka þátt í fjörinu.