Spilauppbrot á öskudegi

22.feb.2023

Það er við hæfi á öskudegi að bregða aðeins út af vananum. Margir mættu í dag í grímubúningi í FAS. Þannig má sjá t.d. Klóa, vitring, fótboltavöll og íþróttafrík á göngum skólans í dag svo eitthvað sé nefnt.

Í seinni vinnustund dagsins var komið að spilauppbroti. Nemendur voru hvattir til að mæta með spil og eiga stund saman með sprelli og leik. Eftir hádegið má búast við mörgum gestum í Nýheima af tilefni öskudagsins sem ætla að gleðja með söng og fá smáræði í staðinn. Við hvetjum okkar fólk til að hefja upp raust sína og taka þátt í fjörinu.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...