Það fer víst ekki fram hjá mörgum að í dag er bolludagur en sá dagur er einn af þremur sem marka upphaf lönguföstu sem má rekja til 40 daga föstu Gyðinga fyrir páska. Langafasta, einnig kölluð sjöviknafasta, hefst á öskudegi, miðvikudegi í 7. viku fyrir páska. Föstuinngangur stendur frá sunnudeginum á undan og getur borið upp á 1. febrúar til 7. mars. Þetta segir okkur líka að á miðvikudag séu 40 dagar til páska.
FAS bauð nemendum og starfsfólki upp á bollur á Nýtorgi í dag og voru þeim gerð góð skil. Þær stöllur Anna Lára og Siggerður létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í svona fínt bolluboð.