Styttist í miðannarsamtöl

09.feb.2023

Áfram flýgur tíminn og við erum nú komin í sjöttu viku vorannar. Það þýðir að það er farið að styttast í miðannarsamtölin sem fara fram í viku átta. Í flestum áföngum þurfa nemendur að skila vinnugögnum og/eða taka kannanir fyrir miðannarsamtölin svo kennarar geti betur metið stöðu hvers og eins. Það er því ekki ólíklegt að skil á vinnugögnum séu í þessari eða næstu viku.

Við viljum minna á mikilvægi þess að vinna jafnt og þétt svo álag verði ekki of mikið á einhverjum tímapunktum. Ef kennslustundir duga ekki til að ljúka verkefnum hverrar viku er upplagt að nýta vinnustundirnar til þeirra verka. Við viljum líka minna á að þið getið alltaf leitað til kennara í vinnustundum til að fá aðstoð ef þarf.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...