Áfram flýgur tíminn og við erum nú komin í sjöttu viku vorannar. Það þýðir að það er farið að styttast í miðannarsamtölin sem fara fram í viku átta. Í flestum áföngum þurfa nemendur að skila vinnugögnum og/eða taka kannanir fyrir miðannarsamtölin svo kennarar geti betur metið stöðu hvers og eins. Það er því ekki ólíklegt að skil á vinnugögnum séu í þessari eða næstu viku.
Við viljum minna á mikilvægi þess að vinna jafnt og þétt svo álag verði ekki of mikið á einhverjum tímapunktum. Ef kennslustundir duga ekki til að ljúka verkefnum hverrar viku er upplagt að nýta vinnustundirnar til þeirra verka. Við viljum líka minna á að þið getið alltaf leitað til kennara í vinnustundum til að fá aðstoð ef þarf.