Styttist í miðannarsamtöl

09.feb.2023

Áfram flýgur tíminn og við erum nú komin í sjöttu viku vorannar. Það þýðir að það er farið að styttast í miðannarsamtölin sem fara fram í viku átta. Í flestum áföngum þurfa nemendur að skila vinnugögnum og/eða taka kannanir fyrir miðannarsamtölin svo kennarar geti betur metið stöðu hvers og eins. Það er því ekki ólíklegt að skil á vinnugögnum séu í þessari eða næstu viku.

Við viljum minna á mikilvægi þess að vinna jafnt og þétt svo álag verði ekki of mikið á einhverjum tímapunktum. Ef kennslustundir duga ekki til að ljúka verkefnum hverrar viku er upplagt að nýta vinnustundirnar til þeirra verka. Við viljum líka minna á að þið getið alltaf leitað til kennara í vinnustundum til að fá aðstoð ef þarf.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...