Í mörg ár hefur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands staðið fyrir Lífshlaupinu sem er heilsu- og hvatningarverkefni sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er t.d. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu niður ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum en það er sá tími sem Embætti landlæknis telur vera lágmarkshreyfingu fyrir hvern og einn. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín í senn.
Lífshlaupið hefur þróast nokkuð og í dag er því skipt í nokkra hluta. Við hér í FAS tökum að sjálfsögðu þátt og erum með tvö lið. Annars vegar tökum við þátt í Framhaldsskólakeppni sem er fyrir nemendur 16 ára og eldri og stendur yfir í tvær vikur og hins vegar tekur starfsfólk þátt í vinnustaðakeppni sem stendur yfir í þrjár vikur.
Við hvetjum alla til að vera með og minnum á mikilvægi þess að hreyfing stuðlar að aukinni vellíðan.