Listaverk nemenda í Miðbæ

20.jan.2023

Sam Rees er einn þeirra listamanna sem á verk á yfirstandandi sýningu Svavarssafns; Tilraun Æðarrækt, Sjálfbært samlífi. Sam Rees vinnur með gervigreind og nýtir hann þá tækni til listsköpunar. Verk hans hafa verið til sýnis í Miðbæ frá því að sýningin opnaði síðasta haust. 

Nú er Sam Rees hingað kominn aftur og nú í samvinnu við Svavarssafn til að halda listasmiðju með nemendum á lista- og menningarsviði FAS. Síðustu daga hefur hann verið með námskeið fyrir krakkana og hafa þau svo sannarlega lært margt nýtt. Það spillir ekki fyrir að krökkunum sem tóku þátt fannst það bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að taka þátt.

Í dag var komið að því að kynna afraksturinn af vinnu nemenda. Sam Rees ætlar að skipta út sínum verkum fyrir verk nemenda FAS og mun þau standa uppi nú um helgina. Þemað í vinnu nemenda var framtíðarsýn fyrir Hornafjörð. Verkefnin eru stórskemmtileg og við hvetjum alla til að gefa sér tíma til þess að stilla sér upp fyrir framan sjónvarpsskjáinn í Miðbæ og fikta í tökkunum á stóra kassanum. 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...