Listaverk nemenda í Miðbæ

20.jan.2023

Sam Rees er einn þeirra listamanna sem á verk á yfirstandandi sýningu Svavarssafns; Tilraun Æðarrækt, Sjálfbært samlífi. Sam Rees vinnur með gervigreind og nýtir hann þá tækni til listsköpunar. Verk hans hafa verið til sýnis í Miðbæ frá því að sýningin opnaði síðasta haust. 

Nú er Sam Rees hingað kominn aftur og nú í samvinnu við Svavarssafn til að halda listasmiðju með nemendum á lista- og menningarsviði FAS. Síðustu daga hefur hann verið með námskeið fyrir krakkana og hafa þau svo sannarlega lært margt nýtt. Það spillir ekki fyrir að krökkunum sem tóku þátt fannst það bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að taka þátt.

Í dag var komið að því að kynna afraksturinn af vinnu nemenda. Sam Rees ætlar að skipta út sínum verkum fyrir verk nemenda FAS og mun þau standa uppi nú um helgina. Þemað í vinnu nemenda var framtíðarsýn fyrir Hornafjörð. Verkefnin eru stórskemmtileg og við hvetjum alla til að gefa sér tíma til þess að stilla sér upp fyrir framan sjónvarpsskjáinn í Miðbæ og fikta í tökkunum á stóra kassanum. 

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...