Enn og aftur er komið að spurningakeppninni Gettu betur og að sjálfsögðu tekur FAS þar þátt.
Strax á haustdögum var öllum sem höfðu áhuga á keppninni boðið að taka próf og þeir sem skoruðu hæst boðið að mynda lið sem er skipað aðalmönnum og varamönnum. Hópurinn hefur hist reglulega og æft sig og notar til þess hin ýmsu spurningaspil. Rétt fyrir jólin keppti liðið við kennara í æsispennandi keppni sem endaði á bráðabana og höfðu kennarar þá betur.
Í kvöld tekur svo alvaran við en þá keppir liðið við MK í beinni útsendingu á RÁS2 og hefst viðureignin klukkan 19:30. Lið FAS að þessu sinni er skipað þeim Önnu Birnu, Björgvini Konráð og Lilju Karen. Það væri ekki verra að hafa einhverja til að styðja við hópinn í FAS en þeir þurfa þá að vera komnir í síðasta lagi 19:15 í fyrirlestrasal Nýheima.
Að sjálfsögðu óskum við liði FAS góðs gengis.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...