FAS keppir við MK í Gettu betur

14.jan.2016

gettubeturEnn og aftur er komið að spurningakeppninni Gettu betur og að sjálfsögðu tekur FAS þar þátt.
Strax á haustdögum var öllum sem höfðu áhuga á keppninni boðið að taka próf og þeir sem skoruðu hæst boðið að mynda lið sem er skipað aðalmönnum og varamönnum. Hópurinn hefur hist reglulega og æft sig og notar til þess hin ýmsu spurningaspil. Rétt fyrir jólin keppti liðið við kennara í æsispennandi keppni sem endaði á bráðabana og höfðu kennarar þá betur.
Í kvöld tekur svo alvaran við en þá keppir liðið við MK í beinni útsendingu á RÁS2 og hefst viðureignin klukkan 19:30. Lið FAS að þessu sinni er skipað þeim Önnu Birnu, Björgvini Konráð og Lilju Karen. Það væri ekki verra að hafa einhverja til að styðja við hópinn í FAS en þeir þurfa þá að vera komnir í síðasta lagi 19:15 í fyrirlestrasal Nýheima.
Að sjálfsögðu óskum við liði FAS góðs gengis.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...