FAS keppir við MK í Gettu betur

14.jan.2016

gettubeturEnn og aftur er komið að spurningakeppninni Gettu betur og að sjálfsögðu tekur FAS þar þátt.
Strax á haustdögum var öllum sem höfðu áhuga á keppninni boðið að taka próf og þeir sem skoruðu hæst boðið að mynda lið sem er skipað aðalmönnum og varamönnum. Hópurinn hefur hist reglulega og æft sig og notar til þess hin ýmsu spurningaspil. Rétt fyrir jólin keppti liðið við kennara í æsispennandi keppni sem endaði á bráðabana og höfðu kennarar þá betur.
Í kvöld tekur svo alvaran við en þá keppir liðið við MK í beinni útsendingu á RÁS2 og hefst viðureignin klukkan 19:30. Lið FAS að þessu sinni er skipað þeim Önnu Birnu, Björgvini Konráð og Lilju Karen. Það væri ekki verra að hafa einhverja til að styðja við hópinn í FAS en þeir þurfa þá að vera komnir í síðasta lagi 19:15 í fyrirlestrasal Nýheima.
Að sjálfsögðu óskum við liði FAS góðs gengis.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...