Fuglatalning í fimbulkulda

19.jan.2023

Í dag var komið að fyrstu fuglatalningu ársins í umhverfis- og auðlindafræðinni. Að venju var farið í Ósland. Talningasvæðið afmarkast frá Bræðslunni í austri og í vesturátt meðfram Óslandinu. Það var fremur napurt á svæðinu í dag og stór hluti talningasvæðsins ísi lagður. Eins og áður er þetta verkefni í samstarfi við Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Við munum ekki eftir að hafa séð svona mikinn ís á talningasvæðinu áður.

Auk þess að telja fugla þá er umhverfinu veitt athygli. Við tökum veðrið, reynum að meta stöðu sjávar og hvernig skilyrðin eru til talningar. Þá skoðum við hugsanlega mengunarvalda í umhverfinu og tökum með okkur rusl sem annars myndi enda á sjó úti.

Þó það væri kalt gekk talningin ljómandi vel. Við höfum oft séð fleiri fugla en þó sáust 11 fuglategundir í dag. Og útiveran bætir og nærir bæði líkama og sál.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...