Fuglatalning í fimbulkulda

19.jan.2023

Í dag var komið að fyrstu fuglatalningu ársins í umhverfis- og auðlindafræðinni. Að venju var farið í Ósland. Talningasvæðið afmarkast frá Bræðslunni í austri og í vesturátt meðfram Óslandinu. Það var fremur napurt á svæðinu í dag og stór hluti talningasvæðsins ísi lagður. Eins og áður er þetta verkefni í samstarfi við Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Við munum ekki eftir að hafa séð svona mikinn ís á talningasvæðinu áður.

Auk þess að telja fugla þá er umhverfinu veitt athygli. Við tökum veðrið, reynum að meta stöðu sjávar og hvernig skilyrðin eru til talningar. Þá skoðum við hugsanlega mengunarvalda í umhverfinu og tökum með okkur rusl sem annars myndi enda á sjó úti.

Þó það væri kalt gekk talningin ljómandi vel. Við höfum oft séð fleiri fugla en þó sáust 11 fuglategundir í dag. Og útiveran bætir og nærir bæði líkama og sál.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...