Fuglatalning í fimbulkulda

19.jan.2023

Í dag var komið að fyrstu fuglatalningu ársins í umhverfis- og auðlindafræðinni. Að venju var farið í Ósland. Talningasvæðið afmarkast frá Bræðslunni í austri og í vesturátt meðfram Óslandinu. Það var fremur napurt á svæðinu í dag og stór hluti talningasvæðsins ísi lagður. Eins og áður er þetta verkefni í samstarfi við Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Við munum ekki eftir að hafa séð svona mikinn ís á talningasvæðinu áður.

Auk þess að telja fugla þá er umhverfinu veitt athygli. Við tökum veðrið, reynum að meta stöðu sjávar og hvernig skilyrðin eru til talningar. Þá skoðum við hugsanlega mengunarvalda í umhverfinu og tökum með okkur rusl sem annars myndi enda á sjó úti.

Þó það væri kalt gekk talningin ljómandi vel. Við höfum oft séð fleiri fugla en þó sáust 11 fuglategundir í dag. Og útiveran bætir og nærir bæði líkama og sál.

Aðrar fréttir

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Nemendur í grunnnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 2. - 6. febrúar. Þar var á dagskrá að skíða saman og læra allt sem hægt er að læra um snjóflóð á fimm dögum. Fyrirlestrar og innikennsla fóru fram í Menntaskólanum á...

Miðannarsamtöl framundan

Miðannarsamtöl framundan

Öll erum við farin að taka eftir því að sól er farin að hækka á lofti sem segir okkur að það sé farið að styttast í vorið. Og áfram flýgur tíminn í skólanum. Þessa vikuna eru flestir kennarar með ýmis konar stöðumat og munu í framhaldinu setja miðannarmat í Innu. Því...

Hraðstefnumót á öskudegi

Hraðstefnumót á öskudegi

Þeir sem hafa komið í Nýheima í dag hafa eflaust tekið eftir að margir eru öðruvísi klæddir en dags daglega. Það á við bæði um íbúa hússins og gesti. Tilefnið er að sjálfsögðu öskudagur. Af þessu tilefni brugðu nemendur á leik í vinnustund og héldu svokallað...