Næsta verkefni leikfélagsins og FAS

16.jan.2023

Enn og aftur sameina Leikfélag Hornafjarðar og FAS krafta sína. Nú hefur verið ákveðið að setja upp leikritið Galdrakarlinn í Oz eftir L. Frank Baum sem er þekkt fjölskylduleikrit og er alltaf jafn vinsælt.

Um nýliðna helgi stóðu leikfélagið og FAS að sameiginlegri vinnustofu með leikstjóranum Völu Höskuldsdóttur. Hún er sviðshöfundur og hefur unnið m.a. með Leikfélagi Akureyrar ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Í vinnustofunni sameinaðist væntanlegur leikhópur og vann ýmsar æfingar til að hrista hópinn saman. Þá var leikstjórinn að kynna sínar vinnuaðferðir og hvers leikhópurinn má vænta á næstunni.

Það eru fjölmargir sem munu koma að sýningunni. Þar má nefna; félaga í leikfélaginu, nemendur á listasviði FAS og nemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar. Ef það eru einhverjir sem vilja taka þátt í hinum ýmsu störfum leikhússins að þá er þeim bent á að hafa samband við leikfélagið í gegnum fésabókarsíðu félagins.

Það verður spennandi að fylgast með gangi mála á næstu vikum. Stefnt er að frumsýningu föstudaginn 24. mars.

 

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...