Næsta verkefni leikfélagsins og FAS

16.jan.2023

Enn og aftur sameina Leikfélag Hornafjarðar og FAS krafta sína. Nú hefur verið ákveðið að setja upp leikritið Galdrakarlinn í Oz eftir L. Frank Baum sem er þekkt fjölskylduleikrit og er alltaf jafn vinsælt.

Um nýliðna helgi stóðu leikfélagið og FAS að sameiginlegri vinnustofu með leikstjóranum Völu Höskuldsdóttur. Hún er sviðshöfundur og hefur unnið m.a. með Leikfélagi Akureyrar ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Í vinnustofunni sameinaðist væntanlegur leikhópur og vann ýmsar æfingar til að hrista hópinn saman. Þá var leikstjórinn að kynna sínar vinnuaðferðir og hvers leikhópurinn má vænta á næstunni.

Það eru fjölmargir sem munu koma að sýningunni. Þar má nefna; félaga í leikfélaginu, nemendur á listasviði FAS og nemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar. Ef það eru einhverjir sem vilja taka þátt í hinum ýmsu störfum leikhússins að þá er þeim bent á að hafa samband við leikfélagið í gegnum fésabókarsíðu félagins.

Það verður spennandi að fylgast með gangi mála á næstu vikum. Stefnt er að frumsýningu föstudaginn 24. mars.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...