Hafragrautur bætir og kætir

06.jan.2023

Við vitum öll að góð næring skiptir miklu máli til að stuðla að vellíðan. Og það er mun líklegra að það sé auðveldara að einbeita sér með mettan maga fremur en að sitja með gaulandi garnir og bíða eftir því að tíminn líði. Góð og holl næring er einmitt einn þáttur í stefnu heilsueflandi framhaldsskóla. 

FAS ætlar nú á vorönninni að bjóða nemendum og starfsfólki upp á frían hafragraut í morgunhléinu og stuðla þar með að því að allir eigi kost á hollri næringu. Við hvetjum alla til að nýta sér þetta góða tilboð.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...