Við vitum öll að góð næring skiptir miklu máli til að stuðla að vellíðan. Og það er mun líklegra að það sé auðveldara að einbeita sér með mettan maga fremur en að sitja með gaulandi garnir og bíða eftir því að tíminn líði. Góð og holl næring er einmitt einn þáttur í stefnu heilsueflandi framhaldsskóla.
FAS ætlar nú á vorönninni að bjóða nemendum og starfsfólki upp á frían hafragraut í morgunhléinu og stuðla þar með að því að allir eigi kost á hollri næringu. Við hvetjum alla til að nýta sér þetta góða tilboð.