Skólastarf vorannar hafið í FAS

04.jan.2023

Skólastarf vorannarinnar hófst formlega eftir hádegi í dag þegar skólinn var settur. Það var gaman að sjá nemendur mæta og tilbúna til að takast á við nýjar áskoranir á nýrri önn með hækkandi sól.

Nú er verið að taka upp nýtt skipulag í FAS sem má segja að sé tvíþætt. Kennsla hefst á þessari önn klukkan 8:30 á morgnana og kennt er til 16:30. Kennslustundir eru styttar niður í 45 mínútur. Eins og áður eru kenndar fjórir tímar í viku í flestum fimm eininga áföngum. En til að vega upp á móti styttri kennslustundum hafa bæst við vinnustundir þar sem allir nemendur eiga að mæta. Vinnustundirnar nýtast bæði til sjálfstæðrar verkefnavinnu og eins til að ljúka þeim verkefnum sem ekki náðist að vinna í kennslustundum. Það er mætingaskylda í bæði kennslustundir og vinnustundir.

FAS er heilsueflandi framhaldsskóli þar sem vellíðan nemenda er í fyrirrúmi. Breytt fyrirkomulag á kennslustundum samræmist nýjustu rannsóknum á svefntíma ungmenna og viljum við að okkar nemendur njóti þeirra.

Fyrsti umsjónartími annarinnar verður í fyrramálið, fimmtudag 5. janúar á milli 8:30 og 9:00. Þar verður nánar farið yfir nýtt skipulag.  Í kjölfarið verður kennt eftir svokallaðir „hraðtöflu“ en þá hitta kennarar í hverjum áfanga nemendahópa sína í 20 mínútur og þá verður farið yfir skipulag annarinnar.

Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflu föstudaginn 6. janúar.

 

 

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...