Jólafrí og upphaf vorannar

20.des.2022

Nú er starfi haustannar lokið og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá eru líka allir komnir í jólafrí og er það orðið langþráð hjá mörgum að geta tekið því aðeins rólegar eftir annir síðustu vikna.

Skólastarf vorannar hefst miðvikudaginn 4. janúar en þá verður skólinn settur klukkan 13. Eftir skólasetningu verður boðið upp á aðstoð við að komast inn í tölvukerfi skólans. Fimmtudaginn 5. janúar verður umsjónarfundur klukkan 8:30. Það er mjög mikilvægt að allir mæti á þann fund því þar á að kynna nýtt skipulag á skólastarfi vorannarinnar. Eftir þann fund hefst kennsla.

Starfsfólk FAS sendir nemendum sínum sem og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og vonar að nýtt ár verði öllum gott og gefandi.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...