Í morgun komu margir starfsmenn FAS niður á Nýtorg og drukku kaffibollann sinn þar. Það var þó ákveðið tilefni og það var að kveðja hana Dísu okkar sem hefur séð um veitingasöluna síðustu fimm árin.
Nú er komið að starfslokum hjá henni og vildum við sýna smá þakklætisvott sem Lind skólameistari afhenti. Við eigum örugglega eftir að sakna hennar og allra kræsinganna sem hún hefur töfrað fram. Við óskum henni alls hins besta um ókomin ár.