Hafdís okkar kveður í kaffiteríunni

15.des.2022

Í morgun komu margir starfsmenn FAS niður á Nýtorg og drukku kaffibollann sinn þar. Það var þó ákveðið tilefni og það var að kveðja hana Dísu okkar sem hefur séð um veitingasöluna síðustu fimm árin.

Nú er komið að starfslokum hjá henni og vildum við sýna smá þakklætisvott sem Lind skólameistari afhenti. Við eigum örugglega eftir að sakna hennar og allra kræsinganna sem hún hefur töfrað fram. Við óskum henni alls hins besta um ókomin ár.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...