Kennslu að ljúka og lokamat framundan

08.des.2022

Í dag 8. desember er síðasti kennsludagur annarinnar í FAS og eru nemendur í óða önn að leggja lokahönd á síðustu verkefni annarinnar og skila námsmöppum.

Framundan er svo lokamat en þá hitta nemendur kennara sína til gera upp áfangann. Allir nemendur eiga að hafa fengið úthlutaðan tíma fyrir lokamatsviðtalið og er mikilvægt að nemendur mæti á réttum tíma og vel undirbúnir í lokamatið. Staðnemendur eiga að mæta í sína kennslustofu og fjarnemendur fá fundarboð á Teams. Til að forðast árekstra fylgja tímasetningar fyrir lokamat stundatöflu annarinnar. Lokamat í FAS stendur yfir frá 9. – 19. desember.

Við vonum að öllum gangi sem best á þessum síðustu dögum annarinnar.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...