Kennslu að ljúka og lokamat framundan

08.des.2022

Í dag 8. desember er síðasti kennsludagur annarinnar í FAS og eru nemendur í óða önn að leggja lokahönd á síðustu verkefni annarinnar og skila námsmöppum.

Framundan er svo lokamat en þá hitta nemendur kennara sína til gera upp áfangann. Allir nemendur eiga að hafa fengið úthlutaðan tíma fyrir lokamatsviðtalið og er mikilvægt að nemendur mæti á réttum tíma og vel undirbúnir í lokamatið. Staðnemendur eiga að mæta í sína kennslustofu og fjarnemendur fá fundarboð á Teams. Til að forðast árekstra fylgja tímasetningar fyrir lokamat stundatöflu annarinnar. Lokamat í FAS stendur yfir frá 9. – 19. desember.

Við vonum að öllum gangi sem best á þessum síðustu dögum annarinnar.

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...