Í dag 8. desember er síðasti kennsludagur annarinnar í FAS og eru nemendur í óða önn að leggja lokahönd á síðustu verkefni annarinnar og skila námsmöppum.
Framundan er svo lokamat en þá hitta nemendur kennara sína til gera upp áfangann. Allir nemendur eiga að hafa fengið úthlutaðan tíma fyrir lokamatsviðtalið og er mikilvægt að nemendur mæti á réttum tíma og vel undirbúnir í lokamatið. Staðnemendur eiga að mæta í sína kennslustofu og fjarnemendur fá fundarboð á Teams. Til að forðast árekstra fylgja tímasetningar fyrir lokamat stundatöflu annarinnar. Lokamat í FAS stendur yfir frá 9. – 19. desember.
Við vonum að öllum gangi sem best á þessum síðustu dögum annarinnar.