Fab Stelpur & Tækni

07.des.2022

Á þessu hausti stóð Vöruhúsið fyrir námskeiði sem kallast Fab Stelpur & Tækni. Markhópurinn voru stelpur á aldrinum 14-20 ára og var markmiðið að kynna tækninám sérstaklega fyrir stelpum og alla þá möguleika sem tækninám býður upp á, 

Það voru sex stelpur sem allar eru nemendur í FAS sem kláruðu námskeiðið. Þær hönnuðu allar lampa þar sem þær lærðu m.a. lærðu að vinna með þrívíddargögn og prenta út í þrívíddarprentara,  teikna í vektor teikniforritinu Inscape og skera út í laserskera. Þá fengu þær fræðslu um Arduino iðntölvur, lærðu um RGB LED borða og hvernig má stýra þeim með iðntölvu, lærðu að lóða og tengja Led borða við iðntölvu. Þá lærðu þær að setja upp Arduino IDE forritið og hvernig er hægt að breyta forriti til að geta sett upp mismunandi lýsingu á lampana og síðast en ekki síst hvernig hægt er að setja upp app fyrir snjallsíma til að geta stýrt lampanum í gegnum appið.

Fyrir utan þessa fræðslu fengu þátttakendur kynningar um kvenkyns fyrirmyndir í þessum geira, bæði íslenskar og erlendar. Í FAS fá þátttakendur einingar fyrir námskeiðið sem nýtist inn í námsferilinn. Vöruhúsið ætlar að vinna áfram að því að kynna tækninám fyrir stelpum og stefnir að námskeiði fyrir stelpur á grunnskólaaldri.

Á meðfylgjandi mynd má sjá stelpurnar okkar með lampana sína. En þær voru sammála um að námskeiðið hefði verið skemmtilegt og gagnlegt.

 

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...