Fab Stelpur & Tækni

07.des.2022

Á þessu hausti stóð Vöruhúsið fyrir námskeiði sem kallast Fab Stelpur & Tækni. Markhópurinn voru stelpur á aldrinum 14-20 ára og var markmiðið að kynna tækninám sérstaklega fyrir stelpum og alla þá möguleika sem tækninám býður upp á, 

Það voru sex stelpur sem allar eru nemendur í FAS sem kláruðu námskeiðið. Þær hönnuðu allar lampa þar sem þær lærðu m.a. lærðu að vinna með þrívíddargögn og prenta út í þrívíddarprentara,  teikna í vektor teikniforritinu Inscape og skera út í laserskera. Þá fengu þær fræðslu um Arduino iðntölvur, lærðu um RGB LED borða og hvernig má stýra þeim með iðntölvu, lærðu að lóða og tengja Led borða við iðntölvu. Þá lærðu þær að setja upp Arduino IDE forritið og hvernig er hægt að breyta forriti til að geta sett upp mismunandi lýsingu á lampana og síðast en ekki síst hvernig hægt er að setja upp app fyrir snjallsíma til að geta stýrt lampanum í gegnum appið.

Fyrir utan þessa fræðslu fengu þátttakendur kynningar um kvenkyns fyrirmyndir í þessum geira, bæði íslenskar og erlendar. Í FAS fá þátttakendur einingar fyrir námskeiðið sem nýtist inn í námsferilinn. Vöruhúsið ætlar að vinna áfram að því að kynna tækninám fyrir stelpum og stefnir að námskeiði fyrir stelpur á grunnskólaaldri.

Á meðfylgjandi mynd má sjá stelpurnar okkar með lampana sína. En þær voru sammála um að námskeiðið hefði verið skemmtilegt og gagnlegt.

 

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...