Í nóvember fór fram síðasti verklegi áfanginn hjá nemendum í fjallamennskunáminu. Nemendur voru í fjóra daga að æfa fyrstu hjálp þar sem tekið var á ýmsum þáttum hvað varðar slys og veikindi í óbyggðum. Mikil áhersla var á verklega kennslu en meðal námsþátta voru fyrstu viðbrögð við bráðum veikindum og slysum, móttaka þyrlu, teipa/vefja stoðkerfisáverka, hópslys og umræður um hvað við viljum hafa í fyrstu hjálpar töskunni.
Reynt var að hafa kennslustofuna sem mest úti en haustlægðirnar settu ákveðið strik í reikninginn.