Vinnufundur PEAK í Grikklandi

28.nóv.2022

PEAK, https://www.peakentrepreneurs.eu/ er verkefni sem styrkt er af Erasmus+ og miðar að því að auka möguleika ungmenna í frumkvöðlastarfi til að skapa sér ný tækifæri á atvinnumarkaði í fjallahéruðum og fámennum byggðum. Ungir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur hafa lagt verkefninu lið með því að greina frá vegferð sinni við hugmyndavinnu, undirbúning og rekstur fyrirtækja sinna á myndbandsformi. Þessi myndbönd verða fljótlega tilbúin til birtingar. Einnig er búið að vinna námsefni fyrir leiðbeinendur og kennara ungs fólks sem nýta má til að efla færni unga fólksins við að vinna að nýjum hugmyndum og kynnast leiðum til að koma hugmynd í framkvæmd eða afurð.

Nokkrir kennarar og leiðbeinendur í nærsamfélaginu, sem unnið hafa með ungum frumkvöðlum hafa lagt verkefninu lið með því að rýna námsefnispakkana. Fá þeir bestu þakkir fyrir því það mikilvægt fyrir PEAK verkefnið að fá mat þeirra á námsefninu.

Nú í nóvember var haldinn samstarfsfundur þátttökustofnananna sex í fjallabænum Metsovo í Grikklandi. Þátttakendur verkefnisins eru tækniháskólinn NTUA í Grikklandi,  markaðs- og ráðgjafafyrirtækið MMS á Írlandi, framhaldsskólinn FAS á Íslandi, þróunarstofnunin GAL Meridaunia á Ítalíu, ráðgjafafyrirtækið CCL á Norður-Írlandi/Danmörku og háskólinn UHI í Skotlandi.

Vinnufundurinn var árangursríkur og voru þar m.a. lagðar línurnar fyrir síðustu mánuði verkefnisins, en því lýkur formlega í júní 2023.

 

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...