Opið fyrir skráningar á næstu önn

25.nóv.2022

Það er mikilvægt hafa gott yfirlit yfir nám sitt og hvaða áfanga á að taka hverju sinni. Nemendur í FAS eiga nú allir að vera búnir að staðfesta val sitt fyrir næstu önn í Innu.

Það eru alltaf einhverjir sem vilja hefja aftur nám eða bæta við sig. Við viljum vekja athygli á því að nú er opið fyrir skráningar í nám í FAS á næstu önn. Hér er yfirlit yfir námsframboð skólans. Og hér er hægt að lesa kennsluáætlanir fyrir þá áfanga sem eru í boði. Langflestir áfangar sem eru í boði í hefðbundu námi er einnig hægt að taka í fjarnámi. Hægt er að sækja um nám hér. 

Það er best að skrá sig sem fyrst en það er opið fyrir skráningar til 10. janúar.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...