Opið fyrir skráningar á næstu önn

25.nóv.2022

Það er mikilvægt hafa gott yfirlit yfir nám sitt og hvaða áfanga á að taka hverju sinni. Nemendur í FAS eiga nú allir að vera búnir að staðfesta val sitt fyrir næstu önn í Innu.

Það eru alltaf einhverjir sem vilja hefja aftur nám eða bæta við sig. Við viljum vekja athygli á því að nú er opið fyrir skráningar í nám í FAS á næstu önn. Hér er yfirlit yfir námsframboð skólans. Og hér er hægt að lesa kennsluáætlanir fyrir þá áfanga sem eru í boði. Langflestir áfangar sem eru í boði í hefðbundu námi er einnig hægt að taka í fjarnámi. Hægt er að sækja um nám hér. 

Það er best að skrá sig sem fyrst en það er opið fyrir skráningar til 10. janúar.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...