Í dag var komið að sameiginlegu kaffi íbúa Nýheima á Nýtorgi. Það voru íbúar á Vesturgangi sem sáu um veitingar að þessu sinni og þær voru ekki af verri endanum.
Það er bæði gaman og gagnlegt fyrir íbúa hússins að hittast og skrafa yfir kaffibolla og kræsingum. Bæði til að sjá hversu stór vinnustaðurinn er og ekki síður að kynnast nýju fólki og hvað það er að gera. Við erum strax farin að hlakka til næsta hittings.