Listauppbrot í FAS

17.nóv.2022

Í dag kom til okkar Margrét H. Blöndal myndlistarkennari og listamaður. Hún er hingað komin til að vera með námskeið í listsköpun fyrir nemendur í grunnskólanum en það fékkst styrkur úr Barnamenningarsjóði til að kosta ferð hennar hingað. Að auki á Margrét verk á sýningunni – Tilraun æðarrækt – sjálfbært samfélag sem er í Svavarssafni og kemur hún að tveimur verkum á sýningunni. Annars vegar á hún hljóðverk í Gömlubúð og hins vegar er hægt að sjá myndir í sundlauginni á Höfn sem börn í Landakotsskóla gerðu undir hennar handleiðslu.

Margét byrjaði á því að segja frá bakgrunni sínum og hvað gerði hana að þeim listamanni sem hún er í dag. Hún er mest að mála og gera skúlptúra og sækir efnivið víða, jafnvel í eitthvað sem öðrum finnst drasl. Henni finnst best að vinna ein við listsköpun sína. Hún sagði okkur líka frá því að henni hefði boðist að sýna á Listasafni Íslands. Hún fékk leyfi til að breyta sýningarrýminu til að það myndi henta hennar hugmyndum sem best en hún vinnur gjarnan með innsetningu þar sem rýmið er hluti af sýningunni og verkin ná að tala hvert við annað.

Nemendum var gefinn kostur á að spyrja og nokkrir nýttu sér það. Meðal annars var spurt hvenær listamaður viti að verk hans er tilbúið og hvernig hægt sé að komast í Listaháskólann.

Við þökkum Margréti kærlega fyrir komuna og að miðla af reynslu sinni.

 

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...