Listauppbrot í FAS

17.nóv.2022

Í dag kom til okkar Margrét H. Blöndal myndlistarkennari og listamaður. Hún er hingað komin til að vera með námskeið í listsköpun fyrir nemendur í grunnskólanum en það fékkst styrkur úr Barnamenningarsjóði til að kosta ferð hennar hingað. Að auki á Margrét verk á sýningunni – Tilraun æðarrækt – sjálfbært samfélag sem er í Svavarssafni og kemur hún að tveimur verkum á sýningunni. Annars vegar á hún hljóðverk í Gömlubúð og hins vegar er hægt að sjá myndir í sundlauginni á Höfn sem börn í Landakotsskóla gerðu undir hennar handleiðslu.

Margét byrjaði á því að segja frá bakgrunni sínum og hvað gerði hana að þeim listamanni sem hún er í dag. Hún er mest að mála og gera skúlptúra og sækir efnivið víða, jafnvel í eitthvað sem öðrum finnst drasl. Henni finnst best að vinna ein við listsköpun sína. Hún sagði okkur líka frá því að henni hefði boðist að sýna á Listasafni Íslands. Hún fékk leyfi til að breyta sýningarrýminu til að það myndi henta hennar hugmyndum sem best en hún vinnur gjarnan með innsetningu þar sem rýmið er hluti af sýningunni og verkin ná að tala hvert við annað.

Nemendum var gefinn kostur á að spyrja og nokkrir nýttu sér það. Meðal annars var spurt hvenær listamaður viti að verk hans er tilbúið og hvernig hægt sé að komast í Listaháskólann.

Við þökkum Margréti kærlega fyrir komuna og að miðla af reynslu sinni.

 

 

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...