Skemmtileg heimsókn í Svavarssafn

14.nóv.2022

Að loknum fundahöldum síðasta föstudag hjá kennurum í FAS var farið á Svavarssafn til að skoða sýninguna um æðarrækt á Íslandi. Snæbjörn Brynjarsson safnvörður tók á móti hópnum og sagði frá tildrögum þess að sýningin er hingað komin. Sýningin var opnuð um miðjan september og tengjast nokkur verk hennar út fyrir safnið. Þau er m.a. að finna í Nýheimum, Nettó og Gömlubúð.

Það var mjög gaman að sjá þessa sýningu og það var enn skemmtilegra að sjá hvað heimurinn er oft lítill. Tveir listamannanna sem eiga verk á sýningunni eiga tengingar til okkar á suðausturhorninu. Signý Jónsdóttir er nemandi í fjallamennskunáminu í FAS. Hún hefur lært hönnun og líka komið að æðarrækt austur á fjörðum. Hún hannaði kápu til að safna æðardún, hanska til að tína dún og höfðufat í kórónulíki sem er líka hentugt til að fæla burtu kríur en oft verpa kríur og æðarfugl á sama svæði. Hanna Jónsdóttir sem á ættir að rekja í Suðursveit hannaði blómavasa sem eru á sýningunni. Vasarnir eru eftirlíking af æðarfugli sem styngur sér eftir æti.

Þá komumst við að því að sýninging sem er farandsýning fer næst til eyjarinnar Vega í Noregi. Eyjan er á Heimsminjaskrá UNESCO. Fyrir rúmlega mánuði var hópur nemenda í FAS í heimsókn í Brønnøysund í Noregi og fór til Vega, gisti þar og vann að verkefnum. Meðal þess sem hópurinn kynntist á Vega er nýting æðardúns á svæðinu.

Það er sannarlega gott að líta upp úr amstri hversdagsins og kynnast einhverju nýju og sú var raunin á Svavarssafni síðasta föstudag. Við hvetjum alla til að skoða þessa skemmtilegu sýningu – hvort sem er á Svavarsafni eða öðrum stöðum þar sem hluta sýningarinnar er að finna. Og kærar þakkir fyrir góðar móttökur.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...