Frábærir vísindadagar á enda

28.okt.2022

Í allmörg ár hafa svokallaðir vísindadagar verið haldnir í FAS þar sem nemendur leggjast í ýmis konar rannsóknarstörf. Undanfarin ár hefur nærsamfélagið verið skoðað annað hvert ár og hitt árið hefur verið farið í heimsókn í nærliggjandi sveitarfélög og verkefni unnin þar.

Að þessu sinni vorum við að skoða nærsamfélagið og voru vinnuhóparnir fjórir. Einn hópur var að skoða atvinnuhætti í sveitarfélaginu, annar hópur skoðaði hvernig menning svæðisins hefur þróast, þriðji hópurinn skoðaði munnmælasögur tengdar sveitarfélaginu og fjórði hópurinn var að skoða þau hús á Höfn sem bæði hafa götuheiti og sérheiti. Í upphafi var ákveðið að nýta bæði ritaðar heimildir og eins að leita til íbúa og afla upplýsinga hjá þeim.

Afrakstur vísindadaga var kynntur í hádeginu í dag og var foreldrum nemenda okkar og eldri Hornfirðingum sérstaklega boðið. Hún Hafdís okkar hafði eldað dýrindis súpu sem nemendur og gestir snæddu á meðan kynningarnar stóðu yfir. Að kynningum loknum gafst gestum síðan tækifæri á að fara í stofur og kynna sér vinnu nemenda nánar.

Það verður að segjast eins og er að við erum í skýjunum eftir daginn. Húsið iðaði af mannlífi og greinilegt var að fólk hafði gaman að því að koma og sjá hvað unga fólkið okkar er að gera. Það var heldur ekki verra að margir voru tilbúnir að bæta við upplýsingum til að gera góða vinnu enn betri.

Á næstunni munum við yfirfara og eftir þörfum betrumbæta þau gögn sem söfnuðust á vísindadögum. Þegar það hefur verið gert munu verkefni nemenda verða birt á http://stadur.is/ en það er vefur sem ætlaður er fyrir staðfræðiupplýsingar og þar eru mörg nemendaverkefni birt.

Takk öll – það var gaman í Nýheimum í dag.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...