Geðlestin í FAS

25.okt.2022

Það voru aldeilis góðir gestir sem komu í dag  til okkar í FAS. Það voru aðilar á vegum Geðlestarinnar en Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvindi og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og er verkefnið er styrkt af félagsmála- og heilbrigðisráðuneytunum.

Það var víða komið við í fræðslunni í dag. Gestirnir deildu reynslu sinni og hvaða leið þeir fóru til að takast á við lífið þegar á móti blæs. Og það eru svo sannarlega til leiðir til að takast á við vandamál. En það þurfa ekki heldur að vera vandamál til staðar, við þurfum alltaf að rækta geðheilsuna til að okkur líði sem best.

Með Geðlestinni í dag var rapparinn Flóni og tók hann nokkur lög við góðar undirtektir. Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og viljum benda öllum á að muna eftir að rækta bæði sál og líkama.

 

 

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...