Fyrir nokkrum árum skiptust íbúar Nýheima á að sjá um sameiginlega kaffitíma fyrir húsið. Þetta var gert til að allir þeir fjölmörgu sem í húsinu starfa hefðu færi á að hittast og spjalla yfir kaffibolla og maula á góðgæti. Vegna Covid lögðust þessi sameiginlegu kaffitímar af en það hefur þó alltaf af og til rætt um að það endurvekja þá.
Í morgun var svo komið að fyrsta sameiginlega kaffinu og var það starfsfólk FAS sem sá um að koma með meðlæti. Það er skemmst frá því að segja að íbúar hússins tóku tilbreytingunni vel og fjölmenntu á Nýtorg í löngu frímínútunum. Veitingarnar runnu ljúflega niður og íbúar hússins spjölluðu um daginn og veginn.
Við erum strax farin að hlakka til næsta sameiginlega kaffitíma.