Starfsfólk FAS bauð íbúum Nýheima í kaffi

18.okt.2022

Fyrir nokkrum árum skiptust íbúar Nýheima á að sjá um sameiginlega kaffitíma fyrir húsið. Þetta var gert til að allir þeir fjölmörgu sem í húsinu starfa hefðu færi á að hittast og spjalla yfir kaffibolla og maula á góðgæti. Vegna Covid lögðust þessi sameiginlegu kaffitímar af en það hefur þó alltaf af og til rætt um að það endurvekja þá.

Í morgun var svo komið að fyrsta sameiginlega kaffinu og var það starfsfólk FAS sem sá um að koma með meðlæti. Það er skemmst frá því að segja að íbúar hússins tóku tilbreytingunni vel og fjölmenntu á Nýtorg í löngu frímínútunum. Veitingarnar runnu ljúflega niður og íbúar hússins spjölluðu um daginn og veginn.

Við erum strax farin að hlakka til næsta sameiginlega kaffitíma.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...