Áfanginn jöklaferðir var kenndur í tveimur hópum í lok september og byrjun október. Markmið áfangans er að kynna nemendur fyrir skriðjöklum og kveikja áhuga þeirra á ferðalögum á þeim. Nemendur lærðu að byggja akkeri í ís, síga og júmma og búa til hífingu. Að þessu sinni heimsóttum við Svínafellsjökul, Virkisjökul, Falljökul og Kvíárjökul. Veðrið var með eindæmum gott að frátöldum síðasta degi fyrra námskeiðs þar sem óveður geisaði á öllu landinu og hættum við því degi fyrr.
Við erum hæst ánægð með frammistöðu nemendahópsins og vonum að þau haldi áfram að auka þekkingu sína á skriðjöklum og ferðalögum á þeim.
Árni Stefán, Elín Lóa og Íris Ragnarsdóttir