Jöklaferð fjallamennskunámsins

17.okt.2022

Áfanginn jöklaferðir var kenndur í tveimur hópum í lok september og byrjun október. Markmið áfangans er að kynna nemendur fyrir skriðjöklum og kveikja áhuga þeirra á ferðalögum á þeim. Nemendur lærðu að byggja akkeri í ís, síga og júmma og búa til hífingu. Að þessu sinni heimsóttum við Svínafellsjökul, Virkisjökul, Falljökul og Kvíárjökul. Veðrið var með eindæmum gott að frátöldum síðasta degi fyrra námskeiðs þar sem óveður geisaði á öllu landinu og hættum við því degi fyrr.

Við erum hæst ánægð með frammistöðu nemendahópsins og vonum að þau haldi áfram að auka þekkingu sína á skriðjöklum og ferðalögum á þeim.

Árni Stefán, Elín Lóa og Íris Ragnarsdóttir

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...