Rafhorn gefur billjardkjuða

11.okt.2022

Á síðasta ári safnaði NemFAS fyrir nýju billjardborði sem er staðsett í miðrými skólans á efri hæð þar sem nemendur hafa aðstöðu. Þetta borð ásamt fótboltaspili er mikið notað sem er frábært.

Vegna mikillar notkunar voru billjardkjuðarnir orðnir lúnir og til lítils gagns. Einn nemandi úr nemendaráði FAS hafði samband við Rafhorn og bað um styrk til kaupa á nýjum kjuðum. Erindinu var vel tekið og í vikunni komu nýir kjuðar í hús nemendum til mikillar gleði.

Við þökkum Rafhorni kærlega fyrir stuðninginn.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...