Rafhorn gefur billjardkjuða

11.okt.2022

Á síðasta ári safnaði NemFAS fyrir nýju billjardborði sem er staðsett í miðrými skólans á efri hæð þar sem nemendur hafa aðstöðu. Þetta borð ásamt fótboltaspili er mikið notað sem er frábært.

Vegna mikillar notkunar voru billjardkjuðarnir orðnir lúnir og til lítils gagns. Einn nemandi úr nemendaráði FAS hafði samband við Rafhorn og bað um styrk til kaupa á nýjum kjuðum. Erindinu var vel tekið og í vikunni komu nýir kjuðar í hús nemendum til mikillar gleði.

Við þökkum Rafhorni kærlega fyrir stuðninginn.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...