Á síðasta ári safnaði NemFAS fyrir nýju billjardborði sem er staðsett í miðrými skólans á efri hæð þar sem nemendur hafa aðstöðu. Þetta borð ásamt fótboltaspili er mikið notað sem er frábært.
Vegna mikillar notkunar voru billjardkjuðarnir orðnir lúnir og til lítils gagns. Einn nemandi úr nemendaráði FAS hafði samband við Rafhorn og bað um styrk til kaupa á nýjum kjuðum. Erindinu var vel tekið og í vikunni komu nýir kjuðar í hús nemendum til mikillar gleði.
Við þökkum Rafhorni kærlega fyrir stuðninginn.