Íþróttavika Evrópu

03.okt.2022

Vikan sem rann sitt skeið var tileinkuð íþróttum bæði á Íslandi og í Evrópu. Það var fjölbreytt dagskrá í FAS í vikunni af þessu tilefni og voru bæði nemendur og kennarar sem tóku þátt.

Vikan hófst með að skólinn ákvað að bjóða nemendum og starfsfólki FAS upp á frían hafragraut í morgunpásunni og var því vel tekið. Í hádegishléum var keppt í fótboltaspili og hafa bæði nemendur og kennarar átt lið. Á miðvikudagskvöldið var „snjóboltastríð“ í íþróttahúsinu þar sem bæði nemendur og kennarar sýndu snilli sína.

Á fimmtudagsmorgun var Viðar Halldórsson félagsfræðingur með fyrirlestur um hvernig félagsleg samskipti hafa áhrif á líðan og árangur. Í kjölfarið á fyrirlestri Viðars var blásið til badmintonsmóts í íþróttahúsinu sem gekk ljómandi vel.

Íþróttavikunni lauk síðan eftir kennslu á föstudag þar sem keppt var til úrslita í fótboltaspilinu. Þar urðu sigurvegarar þær Amylee og Selma Ýr og fengu að launum viðurkenningarskjal og kökubita frá Agnesi.

Þetta var skemmtileg vika og gefandi vika.

 

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...