Íþróttavika Evrópu

03.okt.2022

Vikan sem rann sitt skeið var tileinkuð íþróttum bæði á Íslandi og í Evrópu. Það var fjölbreytt dagskrá í FAS í vikunni af þessu tilefni og voru bæði nemendur og kennarar sem tóku þátt.

Vikan hófst með að skólinn ákvað að bjóða nemendum og starfsfólki FAS upp á frían hafragraut í morgunpásunni og var því vel tekið. Í hádegishléum var keppt í fótboltaspili og hafa bæði nemendur og kennarar átt lið. Á miðvikudagskvöldið var „snjóboltastríð“ í íþróttahúsinu þar sem bæði nemendur og kennarar sýndu snilli sína.

Á fimmtudagsmorgun var Viðar Halldórsson félagsfræðingur með fyrirlestur um hvernig félagsleg samskipti hafa áhrif á líðan og árangur. Í kjölfarið á fyrirlestri Viðars var blásið til badmintonsmóts í íþróttahúsinu sem gekk ljómandi vel.

Íþróttavikunni lauk síðan eftir kennslu á föstudag þar sem keppt var til úrslita í fótboltaspilinu. Þar urðu sigurvegarar þær Amylee og Selma Ýr og fengu að launum viðurkenningarskjal og kökubita frá Agnesi.

Þetta var skemmtileg vika og gefandi vika.

 

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...