Á leið til Noregs

30.sep.2022

Á morgun leggur af stað hópur nemenda áleiðis til Noregs en það eru þátttakendur í verkefninu Geoheritage, culture and sustainable communities in rural areas in Finland, Iceland and Norway sem er styrkt af Nordplus Junior. Þetta er þriðja og síðasta árið í verkefninu og þar er verið að vinna með valin heimsmarkmið.
Frá skólabyrjun hefur hópurinn verið að undirbúa ferðina og mun þar bæði kynna land og þjóð og eins taka þátt í verkefnavinnu tengda heimsmarkmiði 14 sem fjallar um líf í vatni. Hópurinn flýgur til Oslóar á sunnudagsmorgun og hittir þar hóp frá samstarfsskólanum í Finnlandi. Þaðan bíður okkar langt ferðalag til Brønnøysund en þangað ætti hópurinn að vera kominn á sunnudagskvöld. Næsta vika verður síðan nýtt til ýmis konar vinnu.
Hægt verður að fylgjast með ferðum hópsins á https://geoheritage.fas.is/

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...