Á morgun leggur af stað hópur nemenda áleiðis til Noregs en það eru þátttakendur í verkefninu Geoheritage, culture and sustainable communities in rural areas in Finland, Iceland and Norway sem er styrkt af Nordplus Junior. Þetta er þriðja og síðasta árið í verkefninu og þar er verið að vinna með valin heimsmarkmið.
Frá skólabyrjun hefur hópurinn verið að undirbúa ferðina og mun þar bæði kynna land og þjóð og eins taka þátt í verkefnavinnu tengda heimsmarkmiði 14 sem fjallar um líf í vatni. Hópurinn flýgur til Oslóar á sunnudagsmorgun og hittir þar hóp frá samstarfsskólanum í Finnlandi. Þaðan bíður okkar langt ferðalag til Brønnøysund en þangað ætti hópurinn að vera kominn á sunnudagskvöld. Næsta vika verður síðan nýtt til ýmis konar vinnu.
Hægt verður að fylgjast með ferðum hópsins á https://geoheritage.fas.is/
Jólafrí og upphaf vorannar
Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...