Á leið til Noregs

30.sep.2022

Á morgun leggur af stað hópur nemenda áleiðis til Noregs en það eru þátttakendur í verkefninu Geoheritage, culture and sustainable communities in rural areas in Finland, Iceland and Norway sem er styrkt af Nordplus Junior. Þetta er þriðja og síðasta árið í verkefninu og þar er verið að vinna með valin heimsmarkmið.
Frá skólabyrjun hefur hópurinn verið að undirbúa ferðina og mun þar bæði kynna land og þjóð og eins taka þátt í verkefnavinnu tengda heimsmarkmiði 14 sem fjallar um líf í vatni. Hópurinn flýgur til Oslóar á sunnudagsmorgun og hittir þar hóp frá samstarfsskólanum í Finnlandi. Þaðan bíður okkar langt ferðalag til Brønnøysund en þangað ætti hópurinn að vera kominn á sunnudagskvöld. Næsta vika verður síðan nýtt til ýmis konar vinnu.
Hægt verður að fylgjast með ferðum hópsins á https://geoheritage.fas.is/

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...