Fjallamennskunemar í gönguferð

20.sep.2022

Annar áfangi þessa skólavetrar hjá Fjallamennskunámi FAS hófst 1. september þegar nemendur komu í áfangann Gönguferð á Höfn. Í áfanganum er megináhersla lögð á að kenna og æfa rötun og leiðaval og allt það helsta sem tengist göngu með allt á bakinu og tjaldbúðalífi.

Fyrsti dagurinn fór í kennslu á kort og áttavita og undirbúning fyrir gönguna. Á öðrum degi áfangans hélt hópurinn svo af stað í fimm daga göngu. Hópurinn, tuttugu og þrír nemendur og fimm kennarar, lögðu af stað upp Hofsdal í Álftafirði, gengu inn á Lónsöræfi og enduðu á Illakambi. Gist var í fjórar nætur í tjöldum. Veðurskilyrði voru mjög góð en það rigndi tvö kvöld af fjórum en enginn vindur var.

Hópurinn gekk upp í svartaþoku þegar komið var upp úr Jökulgilinu, nærri Hofsjökli. Það gerði rötunaræfingar með korti, símaforritum og áttavita mun raunverulegri og nauðsynlegar. Þá var kærkomið útsýnið í átt að Jökulsá og Kömbum þegar rofaði til. Gangan yfir Morsá og í Víðidal var sólrík og þaðan hafði hópurinn útsýni inn á austanverðan Vatnajökul. Kíkt var ofan í Tröllakróka á leið í Múlaskála og bæði Axarfellsjökull og Snæfell blöstu við. Í ferðinni skiptust nemendur á að leiða hópinn og velja hentuga gönguleið á degi hverjum.

Áfanginn endaði svo þann 7. september á frágangi búnaðar og stuttri æfingu í þverun straumvatns í Laxá í Nesjum.

 

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...