Í dag var komið að fyrsta uppbroti vetrarins. Það var kynning frá Rannís um alla þá möguleika sem ungt fólk hefur í dag til að dvelja erlendis um tíma í námi eða starfi. Þar er svo sannarlega margt í boði. Það má t.d. nefna skiptinám & starfsnám á vegum Erasmus+, nám á eigin vegum, sjálfboðaliðastörf eða samfélagsverkefni.
Vefsíðan farabara.is var kynnt en þar er hægt að finna gagnlegar upplýsingar um lönd sem hægt er að sækja styrki til. Þá var líka sagt frá því hvernig hægt sé að búa til rafræna ferilskrá á europass.is á 30 mismunandi tungumálum.
Þá fengum við kynningu á öllum þeim möguleikum sem eru í boði varðandi sjálfboðaliðastarf. Þar er svo sannarlega margt í boði. Á vefsíðunni European Youth Portal er hægt að finna margs konar upplýsingar er varða sjálfboðaliðastörf. Instagram reikningurinn Eurodesk Iceland inniheldur líka mikið af gagnlegum upplýsingum fyrir þá sem vilja fara erlendis í nám eða starf.
Við þökkum þeim Óla Erni og Ara frá Rannís kærlega fyrir skemmtilega og gagnlega kynningu og hvetjum okkar fólk til að kynna sér alla þá möguleika sem í boði eru.