Foreldrafundur í FAS

05.sep.2022

Fimmtudaginn 1. september var haldinn foreldrafundur fyrir foreldra og forráðamenn nemenda yngri en 18 ára. Ákvörðun var tekin um að halda fundinn á Teams þar sem slíkt fyrirkomulag hafði reynst vel. Því miður fengum við upplýsingar eftir fundinn um að bæði foreldrar og kennarar hafi lent í erfiðleikum með að komast inn á fundinn.

Okkur þykir það mjög leitt að þessi tæknilegu erfiðleikar hafi átt sér stað og nú vinnum við í því að komast að orsökum þess svo þetta gerist ekki aftur. Af þessu tilefni viljum við benda á póst frá Fríði námsráðgjafa þar sem hún reifar umfjöllunarefni fundarins fyrir þá sem ekki komust inn. Við viljum minna á að það má alltaf hafa samband við skólann ef eitthvað er óljóst eða þarfnast nánari skýringar.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...