Foreldrafundur í FAS

05.sep.2022

Fimmtudaginn 1. september var haldinn foreldrafundur fyrir foreldra og forráðamenn nemenda yngri en 18 ára. Ákvörðun var tekin um að halda fundinn á Teams þar sem slíkt fyrirkomulag hafði reynst vel. Því miður fengum við upplýsingar eftir fundinn um að bæði foreldrar og kennarar hafi lent í erfiðleikum með að komast inn á fundinn.

Okkur þykir það mjög leitt að þessi tæknilegu erfiðleikar hafi átt sér stað og nú vinnum við í því að komast að orsökum þess svo þetta gerist ekki aftur. Af þessu tilefni viljum við benda á póst frá Fríði námsráðgjafa þar sem hún reifar umfjöllunarefni fundarins fyrir þá sem ekki komust inn. Við viljum minna á að það má alltaf hafa samband við skólann ef eitthvað er óljóst eða þarfnast nánari skýringar.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...