Fimmtudaginn 1. september var haldinn foreldrafundur fyrir foreldra og forráðamenn nemenda yngri en 18 ára. Ákvörðun var tekin um að halda fundinn á Teams þar sem slíkt fyrirkomulag hafði reynst vel. Því miður fengum við upplýsingar eftir fundinn um að bæði foreldrar og kennarar hafi lent í erfiðleikum með að komast inn á fundinn.
Okkur þykir það mjög leitt að þessi tæknilegu erfiðleikar hafi átt sér stað og nú vinnum við í því að komast að orsökum þess svo þetta gerist ekki aftur. Af þessu tilefni viljum við benda á póst frá Fríði námsráðgjafa þar sem hún reifar umfjöllunarefni fundarins fyrir þá sem ekki komust inn. Við viljum minna á að það má alltaf hafa samband við skólann ef eitthvað er óljóst eða þarfnast nánari skýringar.