Síðasta fimmtudag fóru nemendur í áfanganum Inngangur að náttúruvísindum í árlega námsferð á Skeiðarársand. Tilgangur ferðarinnar var annars vegar að skoða gróðurreiti sem skólinn hefur umsjón með og hins vegar að fræðast um svæðið og gróðurframvindu þess.
Fyrir ferðina er mikilvægt að fara í gegnum það sem á að gera til að allt gangi sem best. Nemendum er skipt í hópa og hafa allir ákveðið hlutverk. Eftir helgina munu nemendur svo vinna skýrslu um ferðina.
Það spillti ekki fyrir að það var sól og blíða á meðan hópurinn athafnaði sig á sandinum. Það var því sannarlega nærandi fyrir sál og líkama að fara í þessa ferð.