Námsferð á Skeiðarársand

04.sep.2022

Síðasta fimmtudag fóru nemendur í áfanganum Inngangur að náttúruvísindum í árlega námsferð á Skeiðarársand. Tilgangur ferðarinnar var annars vegar að skoða gróðurreiti sem skólinn hefur umsjón með og hins vegar að fræðast um svæðið og gróðurframvindu þess.

Fyrir ferðina er mikilvægt að fara í gegnum það sem á að gera til að allt gangi sem best. Nemendum er skipt í hópa og hafa allir ákveðið hlutverk. Eftir helgina munu nemendur svo vinna skýrslu um ferðina.

Það spillti ekki fyrir að það var sól og blíða á meðan hópurinn athafnaði sig á sandinum. Það var því sannarlega nærandi fyrir sál og líkama að fara í þessa ferð.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...