Fyrsta árs fjallamennskunemar í gönguferð

02.sep.2022

Síðustu daga hafa nemendur á fyrsta ári í fjallamennsku verið í FAS. Þar hafa þeir verið að undirbúa aðra ferð annarinnar sem er gönguferð um fjalllendi. Undirbúningur felst m.a. í því læra að nota áttavita og staðsetja sig á korti, undirbúa og velja bestu leiðina svo eitthvað sé nefnt.

í dag klukkan 15 var svo komið að því að halda af stað en þá sótti rúta hópinn til fara með hann á upphafsstað göngunnar. Hópurinn kemur til baka á þriðjudaginn og verður þá væntanlega reynslunni ríkari.

Þeir sem vilja fylgjast með ferðum hópsins geta smellt á þessa slóð og séð staðsetningu hverju sinni. Við óskum hópnum góðrar ferðar og vonum að allt gangi sem best.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...