Í dag var undirritaður samstarfsamningur á milli FAS og Fenris. Þessi samningur kveður á um að efla afreksíþróttastarf í Sveitarfélaginu Hornafirði. Markmiðið er að gefa þeim sem stunda skipulagðar æfingar hjá Fenri tækifæri til að tvinna saman íþróttir og nám. Fenrir heldur utan um æfingar viðkomandi nemenda en FAS um námið.
Þessi samstarfssamningur er mikið gleðiefni því hjá okkur í FAS eru nemendur sem hafa mikinn metnað í íþróttum og vilja standa sig.