Samstarf FAS og Fenris

31.ágú.2022

Í dag var undirritaður samstarfsamningur á milli FAS og Fenris. Þessi samningur kveður á um að efla afreksíþróttastarf í Sveitarfélaginu Hornafirði. Markmiðið er að gefa þeim sem stunda skipulagðar æfingar hjá Fenri tækifæri til að tvinna saman íþróttir og nám. Fenrir heldur utan um æfingar viðkomandi nemenda en FAS um námið.

Þessi samstarfssamningur er mikið gleðiefni því hjá okkur í FAS eru nemendur sem hafa mikinn metnað í íþróttum og vilja standa sig.

Lind Draumland Völundardóttir skólameistari FAS og Erlendur Rafnkell Svansson eigandi og þjálfari hjá Fenrir – Elite Fitness skrifa undir samstarfs samning 

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...