Afmælishátíð Nýheima

25.ágú.2022

Fyrir tuttugu árum síðan var starfsfólk FAS í óða önn að flytja skólann og öllu sem honum fylgir í Nýheima hér á Höfn. Skólinn hafði áður verið í hluta af húsnæði Nesjaskóla og það húsnæði var bæði óhentugt og allt of lítið fyrir skólann. Það voru því spennandi tímar framundan með flutningi í nýtt húsnæði. Það er ótrúlegt en satt að það séu orðnir tveir áratugir síðan að skólinn flutti.

Nú er komið að því að minnast þessara tímamóta. Laugardaginn 27. ágúst verður efnt til afmælishátíðar í Nýheimum á milli 13 og 16. Það er ýmislegt á dagskrá, s.s. hátíðarerindi, tónlistaratriði og þá munu nokkrar stofnanir innan Nýheima standa fyrir skemmtilegum viðburðum. Síðast en ekki síst verður boðið upp á hátíðarkaffi á Nýtorgi.

Við hvetjum alla sem geta að mæta í Nýheima á laugardag á afmælishátíðina og kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem hér fer fram.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...