Afmælishátíð Nýheima

25.ágú.2022

Fyrir tuttugu árum síðan var starfsfólk FAS í óða önn að flytja skólann og öllu sem honum fylgir í Nýheima hér á Höfn. Skólinn hafði áður verið í hluta af húsnæði Nesjaskóla og það húsnæði var bæði óhentugt og allt of lítið fyrir skólann. Það voru því spennandi tímar framundan með flutningi í nýtt húsnæði. Það er ótrúlegt en satt að það séu orðnir tveir áratugir síðan að skólinn flutti.

Nú er komið að því að minnast þessara tímamóta. Laugardaginn 27. ágúst verður efnt til afmælishátíðar í Nýheimum á milli 13 og 16. Það er ýmislegt á dagskrá, s.s. hátíðarerindi, tónlistaratriði og þá munu nokkrar stofnanir innan Nýheima standa fyrir skemmtilegum viðburðum. Síðast en ekki síst verður boðið upp á hátíðarkaffi á Nýtorgi.

Við hvetjum alla sem geta að mæta í Nýheima á laugardag á afmælishátíðina og kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem hér fer fram.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...