Fyrir tuttugu árum síðan var starfsfólk FAS í óða önn að flytja skólann og öllu sem honum fylgir í Nýheima hér á Höfn. Skólinn hafði áður verið í hluta af húsnæði Nesjaskóla og það húsnæði var bæði óhentugt og allt of lítið fyrir skólann. Það voru því spennandi tímar framundan með flutningi í nýtt húsnæði. Það er ótrúlegt en satt að það séu orðnir tveir áratugir síðan að skólinn flutti.
Nú er komið að því að minnast þessara tímamóta. Laugardaginn 27. ágúst verður efnt til afmælishátíðar í Nýheimum á milli 13 og 16. Það er ýmislegt á dagskrá, s.s. hátíðarerindi, tónlistaratriði og þá munu nokkrar stofnanir innan Nýheima standa fyrir skemmtilegum viðburðum. Síðast en ekki síst verður boðið upp á hátíðarkaffi á Nýtorgi.
Við hvetjum alla sem geta að mæta í Nýheima á laugardag á afmælishátíðina og kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem hér fer fram.