Fjallamennskunám FAS

24.ágú.2022

Skólaárið í FAS hófst með skólasetningu þann 18. ágúst þegar Lind Völundardóttir skólameistari setti sitt fyrsta skólaár.

Fjallamennskunemendur mættu einnig á skólasetninguna og í framhaldinu hófst fyrsti áfangi haustsins, Klettaklifur og línuvinna. Í ár eru 23 nemendur skráðir á fyrsta ár í fjallamennsku. Fyrsti dagur ferðarinnar var óhefðbundinn að því leyti að við vorum heilan dag innan dyra, en þá rigndi töluvert. Að kennslu lokinni var ekið í Svínafell í Öræfum þar sem nemendur slóu upp tjaldbúðum.

Á öðrum degi héldum við á Hnappavelli. Hnappavallahamrar eru stærsta klifursvæði landsins og eru okkar helsta kennslusvæði í klettaklifri. Þar lærðu nemendur rétta notkun sigtóla við sig og við að tryggja klifrara. Eftir hádegi klifruðu allir nemendurnir af kappi í Þorgilsrétt sem er svæði á Hnappavöllum sem hentar vel fyrir byrjendur.

Næstu dagar buðu upp á meira klifur, fleiri hnúta og fleiri verkfæri til að ná lengra í klifuríþróttinni og línuvinnu. Í lok vikunnar höfðu flestir nemendur leitt klifurleið og tryggt leiðsluklifrara sem gerir nemendunum kleift að fara á klifursvæði og klifra sjálf.

Á næst síðasta degi áfangans settu nemendur upp sín eigin akkeri og sigu af þeim fram af hömrunum í Miðskjóli á Hnappavöllum. Áfanganum lauk með línuklifri á Skeiðarárbrú en hún er hinn fullkomni staður til að æfa línuklifur. Áður en nemendurnir héldu til síns heima buðum við þeim að prófa klifurveginn í Káraskjóli í Freysnesi við góðar undirtektir.

Það er ljóst að nemendahópurinn sem hefur hafið nám við Fjallamennskunám FAS er öflugur þennan vetur. Við hlökkum mikið til komandi ævintýra með nýnemunum okkar. Í næstu viku mæta þau aftur í skólann og hefja þá áfangann Gönguferðir.

Aðrar fréttir

Lokamat framundan

Lokamat framundan

Þessa dagana eru nemendur á fullu að leggja lokahönd á verkefni annarinnar en síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 7. desember. Strax á föstudag hefst síðan lokamat þar sem hver nemandi og kennari hittast og fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu mánuðum. Lokamat...

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Kennsla í fyrstu hjálpar áfanga var haldin á Höfn helgina 17. - 20. nóvember. Það voru fjórir dagar af verklegri kennslu, umræðum, æfingum, fyrirlestrum og fleiru sem nýst getur verðandi leiðsögumönnum í fjallamennskunámi FAS. Meðal áhersluatriða voru slys, ofkæling,...

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nú er að ganga í hönd sá tími ársins þegar dagar eru hvað stystir og myrkur sem mest. Því er upplagt að finna til það sem kætir og léttir lund. Öll getum við verið sammála um það að litlu ljósin marglitu og skær geti verið gleðiauki. Á efri hæðinni í Nýheimum var...