Nýnemahátíð í FAS

23.ágú.2022

Það er mikið af nýju fólki á nýju skólaári í FAS og dagurinn í dag er sérstaklega tileinkaður nýnemum. Að þessu sinni var staðnemendum skipt í nokkra hópa þar sem nýnemum og eldri  nemendum var blandað saman. Í byrjun þurfti að gefa hópnum nafn og finna lukkudýr fyrir hópinn. Það hafði verið komið fyrir nokkrum stöðvum um Nýheima og þurfti hver hópur að fara á allar stöðvarnar og leysa mismunandi þrautir. Eftir hverja leysta þraut fékk hópurinn bókstaf og í lokin átti að finna lausnarorðið. Það var hópurinn „Stjáni blái“ sem fékk flest stig og bar því sigur úr býtum.

Allt gekk þetta ljómandi vel og var ekki annað að sjá en öllum þætti gaman að sprella og leika sér um stund. Tilgangurinn er þó fyrst og fremst að bjóða nýja nemendur velkomna. Að leik loknum var efnt til hamborgaraveislu sem hún Dísa okkar töfraði fram og var matnum gerð góð skil.

Á einni stöðinni fengu hóparnir það hlutverk að semja ljóð – á meðfylgjandi mynd má sjá meðlimi „Stjána bláa“ semja ljóð með tilþrifum.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...