Nýnemahátíð í FAS

23.ágú.2022

Það er mikið af nýju fólki á nýju skólaári í FAS og dagurinn í dag er sérstaklega tileinkaður nýnemum. Að þessu sinni var staðnemendum skipt í nokkra hópa þar sem nýnemum og eldri  nemendum var blandað saman. Í byrjun þurfti að gefa hópnum nafn og finna lukkudýr fyrir hópinn. Það hafði verið komið fyrir nokkrum stöðvum um Nýheima og þurfti hver hópur að fara á allar stöðvarnar og leysa mismunandi þrautir. Eftir hverja leysta þraut fékk hópurinn bókstaf og í lokin átti að finna lausnarorðið. Það var hópurinn „Stjáni blái“ sem fékk flest stig og bar því sigur úr býtum.

Allt gekk þetta ljómandi vel og var ekki annað að sjá en öllum þætti gaman að sprella og leika sér um stund. Tilgangurinn er þó fyrst og fremst að bjóða nýja nemendur velkomna. Að leik loknum var efnt til hamborgaraveislu sem hún Dísa okkar töfraði fram og var matnum gerð góð skil.

Á einni stöðinni fengu hóparnir það hlutverk að semja ljóð – á meðfylgjandi mynd má sjá meðlimi „Stjána bláa“ semja ljóð með tilþrifum.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...