Skólastarf haustannarinnar hafið

18.ágú.2022

Það var margt um manninn í fyrirlestrasal Nýheima í morgun þegar skólastarf haustannarinnar hófst formlega með skólasetningu. Lind nýskipaður skólameistari bauð alla velkomna og fór yfir helstu áherslur á önninni. Að lokinni skólasetningu hittu nemendur svo umsjónarkennara sína þar sem stundatöflur voru skoðaðar og athugað hvort einhverju þurfi að breyta í skráningu á námi.

Kennsla hjá staðnemendum hefst samkvæmt stundaskrá í fyrramálið klukkan 8 en nemendur í fjallamennsku halda síðar í dag í Öræfin þar sem fyrsti áfanginn í náminu verður haldinn.

Við bjóðum alla velkomna og vonum að námið á önninni verði bæði gaman og gefandi.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...