Það getur verið nokkur kostnaður í því að kaupa bækur og margir eiga námsbækur sem þeir þurfa ekki að nota lengur. Menningarmiðstöð Hornafjarðar stendur fyrir skiptibókamarkaði á bókasafninu þar sem hægt er að koma með slíkar bækur. Nánari upplýsingar er að finna á fésbókarsíðu Menningarmiðstöðvarinnar .
Við hvetjum nemendur til að skoða þennan möguleika. Það er bæði umhverfisvænt og sparar líka töluvert að endurnýta bækur. Skiptibókamarkaðurinn hefur þegar opnað og verður opinn næstu vikur. Við viljum þó vekja athygli á því að ekki er hægt að endurselja vinnubækur eða þær lesbækur sem hefur verið skrifað í, t.d. bækur í erlendum tungumálum.