Skólabyrjun á haustönn

11.ágú.2022

Nú er heldur betur farið að styttast í að skólastarf haustannarinnar hefjist. Skólinn verður settur fimmtudaginn 18. ágúst í fyrirlestrasal Nýheima klukkan 10. Í kjölfarið verða svo fundir með umsjónarkennurum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 19. ágúst. Stundatöflur verða vonandi aðgengilegar fljótlega í næstu viku inni á Innu og þar verður líka hægt að finna bókalista.

Eins og oft áður verða breytingar í starfsliði skólans frá ári til árs. Við höfum fyrr sagt frá að Lind Draumland Völundardóttir er nýr skólameistari og Herdís Ingólfsdóttir Waage er nýr áfangastjóri. Að auki eru einhverjar breytingar í kennaraliði skólans. Við bjóðum allt nýtt starfsfólk sem og nemendur velkomin til starfa.

Ef það eru einhverjir sem eru að velta fyrir sér að fara í nám hvetjum við þá til að skoða námsframboð skólans og hægt er að sækja um nám hér. Best er að sækja um nám sem fyrst.

 

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...