Nú er heldur betur farið að styttast í að skólastarf haustannarinnar hefjist. Skólinn verður settur fimmtudaginn 18. ágúst í fyrirlestrasal Nýheima klukkan 10. Í kjölfarið verða svo fundir með umsjónarkennurum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 19. ágúst. Stundatöflur verða vonandi aðgengilegar fljótlega í næstu viku inni á Innu og þar verður líka hægt að finna bókalista.
Eins og oft áður verða breytingar í starfsliði skólans frá ári til árs. Við höfum fyrr sagt frá að Lind Draumland Völundardóttir er nýr skólameistari og Herdís Ingólfsdóttir Waage er nýr áfangastjóri. Að auki eru einhverjar breytingar í kennaraliði skólans. Við bjóðum allt nýtt starfsfólk sem og nemendur velkomin til starfa.
Ef það eru einhverjir sem eru að velta fyrir sér að fara í nám hvetjum við þá til að skoða námsframboð skólans og hægt er að sækja um nám hér. Best er að sækja um nám sem fyrst.