Nú er orðið ljóst að Lind okkar í FAS hefur verið skipuð skólameistari til næstu fimm ára. Það var orðið langþráð fyrir okkur starfsfólk og nemendur að fá að vita hver myndi gegna þessu embætti.
Við bjóðum Lind hjartanlega velkomna í starfið og hlökkum til samvinnu á komandi tímum.
Nánar er hægt að lesa um starfsferil Lindar í frétt frá Stjórnarráðinu.