Prófsýning á fimmtudag

15.des.2015

cropped-fas_logo_2.gifNú er farið að hægjast um hjá nemendum því skriflegum prófum er lokið í FAS. Það sama er þó ekki hægt að segja um kennara því þeir eru í óða önn að fara yfir próf og reikna út lokaeinkunnir. Um leið og einkunnir eru tilbúnar eru þær settar í Innu.
Fimmtudaginn 17. desember verður prófsýning á milli tíu og tólf. Nemendur eru hvattir til að koma og líta á prófin. Það getur oft verið ágætt að skoða prófið með kennurunum og fá útskýringar á einkunnagjöf.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...