Nú er farið að hægjast um hjá nemendum því skriflegum prófum er lokið í FAS. Það sama er þó ekki hægt að segja um kennara því þeir eru í óða önn að fara yfir próf og reikna út lokaeinkunnir. Um leið og einkunnir eru tilbúnar eru þær settar í Innu.
Fimmtudaginn 17. desember verður prófsýning á milli tíu og tólf. Nemendur eru hvattir til að koma og líta á prófin. Það getur oft verið ágætt að skoða prófið með kennurunum og fá útskýringar á einkunnagjöf.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...