Nú eru flestir grunnskólar landsins að ljúka sínu skólastarfi og þá fara margir útskriftarnemendur að huga að næstu skrefum. Opið er fyrir umsóknir 10. bekkinga í FAS í gegnum Menntagátt og er opið fyrir umsóknir til 10. júní.
Frá 30. maí til 10. júní er umsækjendum boðið í viðtal með foreldrum sínum þar sem farið er yfir skipulag náms og námsval í FAS. Fundarboð verða send í tölvupósti. Nánari upplýsingar um skólann og umsóknarferlið veitir Fríður námsráðgjafi – fridur@fas.is