Styrkur úr Þóunarsjóði námsgagna

25.maí.2022

Nýverið fengu þeir Ástvaldur Helgi Gylfason og Tómas Eldjárn Vilhjálmsson kennarar í Fjallamennskunámi FAS tveggja milljóna króna styrk úr Þróunarsjóði námsgagna. Styrkinn ætlar þeir að nota til að skrifa og þróa kennsluefni í rötun sem mun meðal annars nýtast beint nemendum í fjallamennskunáminu.

Hugmyndin er að útbúa handbók sem nemendur muni geta stuðst við í gegnum allt námið sitt og mun taka fyrir rötun með korti, áttavita, gps og öðrum snjalltækjum. Ætlunin er bæði að uppfæra gamalt námsefni sem og að búa til nýtt sem hentar þeim staðli sem unnið er eftir í dag í leiðsögninni. Námsefnið verður gefið út rafrænt en einnig verða gerð kennslumyndbönd. Þeir Ástvaldur og Tómas stefna á að ljúka námsefnisgerðinni fyrir haustið 2023.

Þetta eru frábærar fréttir því það er mikilvægt að til sé gott námsefni í fjallamennskunáminu. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...