Styrkur úr Þóunarsjóði námsgagna

25.maí.2022

Nýverið fengu þeir Ástvaldur Helgi Gylfason og Tómas Eldjárn Vilhjálmsson kennarar í Fjallamennskunámi FAS tveggja milljóna króna styrk úr Þróunarsjóði námsgagna. Styrkinn ætlar þeir að nota til að skrifa og þróa kennsluefni í rötun sem mun meðal annars nýtast beint nemendum í fjallamennskunáminu.

Hugmyndin er að útbúa handbók sem nemendur muni geta stuðst við í gegnum allt námið sitt og mun taka fyrir rötun með korti, áttavita, gps og öðrum snjalltækjum. Ætlunin er bæði að uppfæra gamalt námsefni sem og að búa til nýtt sem hentar þeim staðli sem unnið er eftir í dag í leiðsögninni. Námsefnið verður gefið út rafrænt en einnig verða gerð kennslumyndbönd. Þeir Ástvaldur og Tómas stefna á að ljúka námsefnisgerðinni fyrir haustið 2023.

Þetta eru frábærar fréttir því það er mikilvægt að til sé gott námsefni í fjallamennskunáminu. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...