Annars árs nemar í lokaferð á Vatnajökli

23.maí.2022

Síðasti áfangi annars árs nema við fjallamennskubraut FAS lauk með átta daga leiðangri á Vatnajökli þar sem nemendur drógu sleða á eftir sér með öllum þeim búnaði og vistum sem þurfti til að geta athafnað sig á jöklinum við fjölbreyttar aðstæður.

Nemendur nýttu sér þá þekkingu og reynslu sem þeir höfðu öðlast á síðastliðnum árum í náminu til að rata á öruggan hátt um jökulinn en gist var sex nætur í tjaldi og eina nótt í fjallaskála Jörfa á Grímsfjalli. Miklar breytingar voru í veðri á þeim tíma sem leiðangurinn stóð yfir og þurfti að stytta hann um tvo daga vegna þess en bróðurpart tímans var varið í hvítblindu. Ferðast var frá Skálafellsjökli og yfir í Grímsvötn en þaðan var ferðinni heitið í Hermannaskarð og að lokum niður Breiðamerkurjökul.

Það er skemmst frá því að segja að ferðin gekk mjög vel og hópurinn var einstaklega flottur. Allir unnu saman eins og smurð vél við oft á tíðum krefjandi aðstæður.

Kennarar voru Ívar Freyr Finnbogason og Tómas Eldjárn Vilhjálmsson.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...