Annars árs nemar í lokaferð á Vatnajökli

23.maí.2022

Síðasti áfangi annars árs nema við fjallamennskubraut FAS lauk með átta daga leiðangri á Vatnajökli þar sem nemendur drógu sleða á eftir sér með öllum þeim búnaði og vistum sem þurfti til að geta athafnað sig á jöklinum við fjölbreyttar aðstæður.

Nemendur nýttu sér þá þekkingu og reynslu sem þeir höfðu öðlast á síðastliðnum árum í náminu til að rata á öruggan hátt um jökulinn en gist var sex nætur í tjaldi og eina nótt í fjallaskála Jörfa á Grímsfjalli. Miklar breytingar voru í veðri á þeim tíma sem leiðangurinn stóð yfir og þurfti að stytta hann um tvo daga vegna þess en bróðurpart tímans var varið í hvítblindu. Ferðast var frá Skálafellsjökli og yfir í Grímsvötn en þaðan var ferðinni heitið í Hermannaskarð og að lokum niður Breiðamerkurjökul.

Það er skemmst frá því að segja að ferðin gekk mjög vel og hópurinn var einstaklega flottur. Allir unnu saman eins og smurð vél við oft á tíðum krefjandi aðstæður.

Kennarar voru Ívar Freyr Finnbogason og Tómas Eldjárn Vilhjálmsson.

 

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...