Annars árs nemar í lokaferð á Vatnajökli

23.maí.2022

Síðasti áfangi annars árs nema við fjallamennskubraut FAS lauk með átta daga leiðangri á Vatnajökli þar sem nemendur drógu sleða á eftir sér með öllum þeim búnaði og vistum sem þurfti til að geta athafnað sig á jöklinum við fjölbreyttar aðstæður.

Nemendur nýttu sér þá þekkingu og reynslu sem þeir höfðu öðlast á síðastliðnum árum í náminu til að rata á öruggan hátt um jökulinn en gist var sex nætur í tjaldi og eina nótt í fjallaskála Jörfa á Grímsfjalli. Miklar breytingar voru í veðri á þeim tíma sem leiðangurinn stóð yfir og þurfti að stytta hann um tvo daga vegna þess en bróðurpart tímans var varið í hvítblindu. Ferðast var frá Skálafellsjökli og yfir í Grímsvötn en þaðan var ferðinni heitið í Hermannaskarð og að lokum niður Breiðamerkurjökul.

Það er skemmst frá því að segja að ferðin gekk mjög vel og hópurinn var einstaklega flottur. Allir unnu saman eins og smurð vél við oft á tíðum krefjandi aðstæður.

Kennarar voru Ívar Freyr Finnbogason og Tómas Eldjárn Vilhjálmsson.

 

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...