Kynningar á lokaverkefnum nemenda

11.maí.2022

Í gær var síðasti kennsludagur annarinnar í FAS. Þá var líka kynning á lokaverkefnum væntanlegra útskriftarnemenda en frá því að núverandi námskrá skólans tók gildi hafa allir útskriftarnemendur þurft að vinna slík verkefni. Þar er lögð áhersla á að nemendur kynni sér aðferðir til að vinna skipulega og koma upplýsingum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt.

Kynningarnar í gær voru fjölbreyttar. Margir nemendur höfðu lagt fyrir kannanir og skrifað skýrslu tengda niðurstöðunum. Þá voru líka kynningar þar frá nemendum sem höfðu unnið verkefni tengd áherslum sínum í námi, t.d. á lista- og menningarsviði skólans.

Lokamatsviðtöl hefjast í dag og standa fram í næstu viku. Allir nemendur þurfa að ræða við kennara sína um námið og önnina. Sá fundur getur verið í skólastofu eða í gegnum Teams eftir aðstæðum. Lokamatsviðtölum á að vera lokið 19. maí og því styttist að nemendur komist út í sumarið.

Aðrar fréttir

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...