Kynningar á lokaverkefnum nemenda

11.maí.2022

Í gær var síðasti kennsludagur annarinnar í FAS. Þá var líka kynning á lokaverkefnum væntanlegra útskriftarnemenda en frá því að núverandi námskrá skólans tók gildi hafa allir útskriftarnemendur þurft að vinna slík verkefni. Þar er lögð áhersla á að nemendur kynni sér aðferðir til að vinna skipulega og koma upplýsingum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt.

Kynningarnar í gær voru fjölbreyttar. Margir nemendur höfðu lagt fyrir kannanir og skrifað skýrslu tengda niðurstöðunum. Þá voru líka kynningar þar frá nemendum sem höfðu unnið verkefni tengd áherslum sínum í námi, t.d. á lista- og menningarsviði skólans.

Lokamatsviðtöl hefjast í dag og standa fram í næstu viku. Allir nemendur þurfa að ræða við kennara sína um námið og önnina. Sá fundur getur verið í skólastofu eða í gegnum Teams eftir aðstæðum. Lokamatsviðtölum á að vera lokið 19. maí og því styttist að nemendur komist út í sumarið.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...