Stjórnarskipti hjá NEMFAS

13.maí.2022

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir fjölbreyttum viðburðum ásamt stjórn nemendafélagsins. Hápunktur í starfsemi vetrarins er þó einstaklega vel lukkuð árshátíð í mars.

Aðalfundur nemendafélagsins var haldinn í síðustu viku og var mæting hin ágætasta. Fyrir fundinn hafði verið auglýst eftir áhugasömum nemendum til að leiða starf nemendafélagsins á komandi skólaári og komu nokkrar umsóknir. Eftir kosningar er það ljóst að Dagmar Lilja verður forseti nemendafélagsins og Júlíana Rós varaforaseti. Filip er fulltrúi FAS í SÍF (Sambandi íslenskra framhaldsskólanema). Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að fylgjast með störfum þeirra í haust.

Á þessum tímamótum viljum við líka þakka fráfarandi stjórn frábær störf í vetur. Þau hafa svo sannarlega staðið sig við oft krefjandi aðstæður. Meðfylgjandi mynd sýnir þau Tómas Nóa, Sævar Rafn og Selmu Ýri og var myndin tekin þegar stjórnin skilaði af sér.

Aðrar fréttir

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...