Stjórnarskipti hjá NEMFAS

13.maí.2022

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir fjölbreyttum viðburðum ásamt stjórn nemendafélagsins. Hápunktur í starfsemi vetrarins er þó einstaklega vel lukkuð árshátíð í mars.

Aðalfundur nemendafélagsins var haldinn í síðustu viku og var mæting hin ágætasta. Fyrir fundinn hafði verið auglýst eftir áhugasömum nemendum til að leiða starf nemendafélagsins á komandi skólaári og komu nokkrar umsóknir. Eftir kosningar er það ljóst að Dagmar Lilja verður forseti nemendafélagsins og Júlíana Rós varaforaseti. Filip er fulltrúi FAS í SÍF (Sambandi íslenskra framhaldsskólanema). Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að fylgjast með störfum þeirra í haust.

Á þessum tímamótum viljum við líka þakka fráfarandi stjórn frábær störf í vetur. Þau hafa svo sannarlega staðið sig við oft krefjandi aðstæður. Meðfylgjandi mynd sýnir þau Tómas Nóa, Sævar Rafn og Selmu Ýri og var myndin tekin þegar stjórnin skilaði af sér.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...