Sinfóníuhljómsveit Suðurlands spilar í Nýheimum

09.maí.2022

Það má með sanni segja að Nýheimar hafi iðað af lífi og sál í morgun en þá hélt Sinfóníuhljómsveit Suðurlands tónleika fyrir nemendur í grunnskólanum og FAS. Hljómsveitin fagnar sumri með tónleikum á nokkrum stöðum á Suðausturlandi.

Tónleikarnir hófust á því að stjórnandi hljómsveitarinnar Guðmundur Óli Gunnarsson kynnti hvaða hljóðfæri er að finna í hljómsveitinni og hvert hljóðfæri gaf tóndæmi. Aðalefni tónleikanna var þó tónverkið „Lykillinn“ eftir þá Tryggva Má Baldvinsson og Sveinbjörn I Baldvinsson og er verkið eins konar „Pétur og úlfurinn“ úr íslenskum sagnveruleika. Sögumaður í tónverkinu var Stefán Sturla.

Það er skemmst frá því að segja að tónleikarnir tókust ljómandi vel og ekki að sjá annað en allir nytu þessa menningarviðburðar í Nýheimum á mánudagsmorgni.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...