Sinfóníuhljómsveit Suðurlands spilar í Nýheimum

09.maí.2022

Það má með sanni segja að Nýheimar hafi iðað af lífi og sál í morgun en þá hélt Sinfóníuhljómsveit Suðurlands tónleika fyrir nemendur í grunnskólanum og FAS. Hljómsveitin fagnar sumri með tónleikum á nokkrum stöðum á Suðausturlandi.

Tónleikarnir hófust á því að stjórnandi hljómsveitarinnar Guðmundur Óli Gunnarsson kynnti hvaða hljóðfæri er að finna í hljómsveitinni og hvert hljóðfæri gaf tóndæmi. Aðalefni tónleikanna var þó tónverkið „Lykillinn“ eftir þá Tryggva Má Baldvinsson og Sveinbjörn I Baldvinsson og er verkið eins konar „Pétur og úlfurinn“ úr íslenskum sagnveruleika. Sögumaður í tónverkinu var Stefán Sturla.

Það er skemmst frá því að segja að tónleikarnir tókust ljómandi vel og ekki að sjá annað en allir nytu þessa menningarviðburðar í Nýheimum á mánudagsmorgni.

Aðrar fréttir

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Námskeið í landvörslu í FAS

Námskeið í landvörslu í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á námskeið í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þetta námskeið. Námið...